Eftir sigur KA á Breiðablik í gær er það ljóst að stigametið í 22 leikjum á Íslandsmóti karla lifir áfram og geta Blikar ekki lengur náð að jafna það né bæta.

Stigametið í 22 leikja deild er 52 stig og er það met í eigu KR (2013, 2019) og Stjörnunnar (2014).

Þegar ein umferð er eftir af Íslandsmótinu áður en tvískipting á sér stað er Breiðablik með 48 stig.

Blikar geta því endað með 51 stig eftir 22 leiki sem yrði næstbesti árangur liðs í 22 leikjum.