Belgíska landsliðið hefur átt afleitt HM hingað til og hefur andleysið í liðinu þótt vera vel sjáanlegt. Þá munu nýjustu fréttir af liðinu ekki vekja vonir um bjartari tíma en RTL Sport greinir frá því að þremur reynslumiklum leikmönnum landsliðsins hafi lent saman í búningsklefanum eftir 2-0 tap Belgíu gegn Marokkó á dögunum.
Umræddir leikmenn er sagðir hafa verið Kevin de Bruyne, Jan Vertonghen og Eden Hazard en samkvæmt RTL Sport þurfti framherjinn stóri og stæðilegi, Romelu Lukaku að stía þá í sundur.
Viðtal sem De Bruyne fór í eftir fyrsta leik Belgíu á HM hefur varpað á hann mikilli gagnrýni en þar gaf leikmaðurinn það í skyn að landslið Belgíu væri of gamalt til að geta unnið HM.
Umrætt viðtal er að draga dilk á eftir sér og ekki virðast allir ganga í takt í sömu átt þessa stundina hjá liðinu, myndskeið hafa birst á samfélagsmiðlum af rifrildum leikmanna inn á vellinum og þá er belgíska pressann mjög harðorð í garð De Bruyne.
Þrátt fyrir allt þetta eygir Belgía enn möguleika á að komast í 16-liða úrslit HM. Liðið leikur lokaleik sinn í riðlakeppninni gegn Króatíu og verður að vinna þann leik.