Þetta eru fréttir sem búist hefur verið við síðan að nýjir eigendur tóku við eignarhaldi á félaginu.

Steve Bruce hefur verið knattspyrnustjóri Newcastle síðan árið 2019, hann stýrði sínum eitt þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri um síðustu helgi er Newcastle tapaði 3-2 fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Fjárfestingarfélag Sádi-Arabíu keypti félagið á dögunum og eignaðist 80% hlut í því. Ljóst er miklum peningum verður dælt í félagið á næstunni. Ráðning nýs knattspyrnustjóra var einn liður í áherslum nýrra eigenda sem búist var við en fróðlegt verður að sjá hver mun taka við keflinu í Newcastle af Steve Bruce.