Enski boltinn

Sterling framlengir við City

Enski landsliðsmaðurinn hefur verið verðlaunaður fyrir góða frammistöðu með veglegum samningi.

Sterling hefur skorað 51 mark í 154 leikjum fyrir Manchester City. Fréttablaðið/Getty

Raheem Sterling hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Manchester City. Talið er að hann færi honum 300.000 pund í vikulaun.

„Ég er hæstánægður með að hafa framlengt samninginn. Þessi vegferð hefur verið ótrúleg,“ sagði Sterling sem kom til City frá Liverpool 2015.

Sterling skoraði 23 mörk á síðasta tímabili þegar City varð Englandsmeistari og vann enska deildabikarinn.

Enski landsliðsmaðurinn hefur haldið uppteknum hætti á þessu tímabili og er kominn með sjö mörk í öllum keppnum.

City tekur á móti Manchester United á sunnudaginn. City er með tveggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Enn ein markasúpan hjá City?

Enski boltinn

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Enski boltinn

VAR tekið upp á Englandi

Auglýsing

Nýjast

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Valur krækir í tvo öfluga leikmenn

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Auglýsing