Raheem Sterling skoraði þrennu í seinni hálfleik þegar ensku meistararnir í Manchester City unnu 5-0 sigur á West Ham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

West Ham tókst að halda aftur af meisturunum framan af leiks en þegar fyrsta markið kom var ljóst í hvað stefndi.

Issa Diop varð fyrir því óláni að koma City yfir með sjálfsmarki undir lok fyrri hálfleiks og leiddu gestirnir því 1-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleik gengu gestirnir á lagið og kom Sterling gestunum 3-0 yfir með tveimur mörkum. Sergio Aguero komst á blað fimm mínútum fyrir leikslok áður en Sterling fullkomnaði þrennuna á 91. mínútu.