Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn hefur verið opinberað og ljóst er að það verður ekkert gefið eftir í tilraun Íslands til þess að næla sér í þrjú stig.

Fyrirfram er íslenska liðið talið mun sigurstranglegra í leiknum og Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, teflir fram ógnarsterku liði.

Ísland er fyrir leikinn í 2. sæti síns riðils með 6 stig eftir þrjá leiki, fimm stigum á eftir toppliði Hollands en á tvo leiki til góða. Það er því mikilvægt að liðið nái að saxa á forskot Hollendinga í kvöld með því að næla í sigur og þrjú stig.

Ísland og Kýpur mættust á Laugardalsvelli í október, sá leikur endaði með 5-0 sigri Íslands.

Byrjunarlið Íslands gegn Kýpur:
Markvörður:
Sandra Sigurðardóttir

Varnarmenn:
Guðný Árnadóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Guðrún Arnardóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðjumenn:
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (f)
Dagný Brynjarsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Sóknarmenn:
Sveindís Jane Jónsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Agla María Albertdóttir