Stórstjarnan Steph Curry sem leikur með Golden State Warriors er staddur hér á landi ásamt fjölskyldu sinni.

Bakvörðurinn hefur tvívegis verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (e. Most Valuable Player) og hefur þrisvar á síðustu fimm árum orðið meistari með Warriors-liðinu.

Ayesha Curry, eiginkona Steph, birtir í dag myndir og myndbönd á Instagram-síðu sinni þar sem sést að þau skelltu sér upp á jökul og borðuðu á Moss veitingarstaðnum í Grindavík.

Steph þekkir til Grindvíkingsins Jóns Axels Guðmundssonar, leikmanns Davidson Wildcats enda Curry reglulegur gestur á leikjum Davidson og hefur ef til vill fengið ráð frá Jóni Axeli.