Fjöl­margir Ís­lendingar hafa lagt leið sína til Lúxem­borgar til að fylgjast með lands­liðum Ís­lands keppa á Evrópu­meistara­mótinu í hóp­fim­leikum. Undan­keppni kláraðist i gær­kvöldi. Fyrsti dagur úr­slita er í dag og hefst keppnin klukkan tólf að ís­lenskum tíma.

Ís­lensku stuðnings­mennirnir hittust allir í morgun á veitinga­stað í mið­bænum til að hrista hópinn saman fyrir úr­slitin en Ís­lendingarnir í höllinni hafa verið dug­legir að láta í sér heyra.

Monika Emils­dóttir sem er mætt á­samt eigin­manni sínum Karli Jónasi Smára­syni að fylgjast með dóttur þeirra keppa segir stemminguna á mótinu góða.

„Stemmingin er búin að vera ó­trú­lega góð og mikil gleði,“ segir Monika í samtali við Fréttablaðið.

Íslendingar fjölmenntu á pöbbinn fyrir úrslitin í dag.
Ljósmynd/Magnús H. Jónasson

Ólafía Korka dóttir þeirra hjóna keppir á eftir í úr­slitum með blandaða ung­lingalands­liðinu. Monika segir að mætinguna góða hjá for­eldrum ung­linga­liðsins og eru allir spenntir fyrir úr­slitunum sem fara fram í dag og á morgun.

Hægt er að fylgjast með úr­slitum ung­linga­liðanna á vef RÚV og síðan er sýnt frá úr­slitunum í full­orðins­flokki í beinni á RÚV á morgun en þá ver ís­lenska kvenna­lands­liðið Evrópu­meistara­titill frá því í fyrra.

Íslensku stuðningsmennirnir eru tilbúnir í úrslitin á EM í hópfimleikum.
Ljósmynd/Magnús H. Jónasson