Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu detta niður um tvö sæti á nýjasta styrkleikalista FIFA eftir tap gegn Portúgal í umspili fyrir HM 2023.
Íslenska kvennalandsliðið náði nýjum hæðum á styrkleikalistanum síðast þegar hann var gefinn út og Stelpurnar okkar voru í fjórtánda sæti.
Að þessu sinni eru þær í sextánda sæti og skjótast Ítalía og Kína upp fyrir Ísland. Rétt handan hornsins eru Suður-Kórea og Danmörk.
Portúgal stekkur upp um fjögur sæti með sigrinum á Íslandi og er nú í 23. sæti listans.
Íslenska kvennalandsliðið var einum leik frá því að komast í lokakeppni HM en missti af tækifærinu í 1-4 tapi gegn Portúgal á þriðjudag.