Það er ljóst að Portúgal verður andstæðingur Íslands í umspilinu fyrir HM 2023 eftir að Portúgal vann 2-1 sigur á Belgíu í kvöld.

Leikurinn fer fram ytra á þriðjudaginn og dugar Stelpunum okkar sigur til að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn.

Ísland hefur unnið sex leiki af níu gegn Portúgal og aðeins tapað tveimur. Einu tapleikirnir komu í æfingaleik í júní 1995.

Óvíst er hvar leikurinn fer fram en íslenska kvennalandsliðið er í æfingabúðum í Portúgal og þarf því ekki að fara á milli landa fyrir leikinn á þriðjudaginn.