Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er mætt til Englands eftir flugferð frá Þýskalandi í dag. Evrópumótið í knattspyrnu hefst á Englandi í kvöld með opnunarleik Englands og Austurríkis.

Knattspyrnusamband Íslands birti fyrir skömmu myndir af stelpunum við komuna til Englands en fyrsti leikur liðsins er gegn Belgíu á sunnudaginn næstkomandi.

Auk Belgíu er Ísland með Ítalíu og Frakklandi í riðli.