Þrátt fyrir að hafa lent undir og átt erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik vann íslenska kvennalandsliðið 3-1 sigur á Póllandi ytra í æfingaleik í dag.

Þetta var fyrsti og eini æfingaleikur kvennalandsliðsins fyrir EM og náðu þær að snúa taflinu við í seinni hálfleik.

Um leið fékk þjálfarateymið tækifæri til að skoða ýmsa hluti og var jákvætt að sjá Söru Björk Gunnarsdóttir leika 90. mínútur í dag.

Þetta var fyrsti heili leikur Söru frá því í ársbyrjun 2021.

Íslenska liðið fékk dauðafæri á fyrstu mínútum leiksins en Pólverjar náðu betri stjórn á leiknum og komust yfir með marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.

Pólska liðið komst á bak við varnarlínu Íslands og Ewa Pajor, besti leikmaður Póllands, fékk boltann ein gegn Söndru Sigurðardóttur sem endaði með marki.

Íslenska liðið náði að skapa sér færi en var um leið í örlitlum vandræðum í varnarleiknum. Í seinni hálfleik virtist annað lið Íslands mæta til leiks.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði metin eftir góðan undirbúning Gunnhildar Yrsu Jónsdóttir sem vann boltann í vítateig andstæðinganna og nokkrum mínútum síðar kom Sveindís Jane Jónsdóttir Íslandi yfir eftir frábært einstaklingsframtak.

Sveindís vann boltann og keyrði á miðvörð pólska liðsins sem átti engan möguleika gegn Sveindísi.

Þjálfarateymið gerði talsvert af breytingum þegar líða tók á seinni hálfleikinn og var það varamaðurinn Agla María Albertsdóttir sem innsiglaði sigur Íslands á lokamínútum leiksins.

Agla komst inn í sendingu Pólverja og skoraði með góðu skoti í fjærhornið frá vítateigsboganum,