England er meðal þeirra sem hafa sótt um að halda EM kvenna í fótbolta 2021. Úrslitaleikurinn myndi þá fara fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga.

Austurríki og Ungverjaland hafa einnig sótt um að halda EM 2021.

Evrópumótið eftir þrjú ár verður þrettánda EM kvenna. England hélt mótið 1984 og 2005.

EM 2017 var haldið í Hollandi en það var fyrsta Evrópumótið með 16 þátttökuþjóðum.

Ísland hefur tekið þátt á síðustu þremur Evrópumótum. Íslenska liðið komst í 8-liða úrslit á EM í Svíþjóð 2013.