Handboltakonan Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hillunni og leika með uppeldisfélagi sínu, Fram, út yfirstandandi leiktíð.

Stella sem er einn besti leikmaður í sögu Fram lék síðast í Danmörku tímabilið 2013-2014 en varð eftir það tímabil frá að hverfa vegna meiðsla og hefur ekki spilað síðan.

Fram fær ÍBV í heimsókn þegar Íslandsmótið fer af stað á nýjan leik eftir hlé vegna kórónaveirufaraldusins frá því í byrjun nóvember.

Eftir þrjá leikir hefur Fram fjögur stig, líkt og Stjarnan og Valur, en ÍBV er á toppi deildarinnar með fimm stig.