Steinunn Björnsdóttir verður fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta þegar liðið leikur í forkeppni heimsmeistaramótsins í Skopje í Norður-Makedóníu dagana 19. – 21. mars næstkomandi.

Með íslenska liðinu í riðli eru Litháen, Grikkland og heimakonur í Norður-Makedóníu. Íslenska liðið sem ferðaðist til Skopje með millilendingum í Svíþjóð, Danmörku og Austurríki í gær og í dag leikur við heimakonur á föstudaginn kemur.

Þá leikur Ísland gegn Grikklandi á laugardaginn og loks Litháen á sunnudaginn. Tvö efstu liðin fara áfram í næsta stig undankeppninnar auk þess sem þau fjögur lið með bestan árangur í þriðja sæti komast einnig skrefi nær lokakeppninni.

Steinunn tekur við fyrirliðabandinu af liðsfélaga sínum hjá Fram, Karen Knútsdóttur, sem átti ekki heimangengt í þetta verkefni.

Leikmannahópur íslenska liðsins í Skopje er þannig skipaður:

Markverðir:

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (25/0)

Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (2/0)

Saga Sif Gísladóttir, Valur (0/0)

Aðrir leikmenn:

Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (2/0)

Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (58/118)

Eva Björk Davíðsdóttir, Stjarnan (36/28)

Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (0/0)

Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (37/77)

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (34/66)

Lovísa Thompson, Valur (19/28)

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (26/27)

Rut Jónsdóttir, KA/Þór (94/191)

Sigríður Hauksdóttir, HK (16/34)

Steinunn Björnsdóttir, Fram (35/27)

Sunna Jónsdóttir, ÍBV (56/42)

Thea Imani Sturludóttir, Valur (40/54)

Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (0/0)