Evrópumeistaramótið í sundi í 25 metra laug hófst í morgun í Kazan í Rússlandi. Þær Steingerður Hauksdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir byrjuðu mótið í undanrásum í 50 metra skriðsundi.

Steingerður synti á tímanum 25.94 sekúndum sem er besti tími hennar á árinu en sá tími skilaði henni í 40 sæti. Þess má geta að besti tími Steingerðar er 25.78.

Snæfríður Sól kom í bakkann á tímanum 25.99 sekúndum og varð í 41. sæti, en hún á best 25.52 sekúndur. Þær náðu ekki í undanúrslit í þessari grein.

Á morgun, miðvikudag, mun Anton Sveinn McKee hefja keppni í 100 metra bringusundi kl. 07:29 á íslenskum tíma.