Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, fundar nú um framhaldið á mótahaldi sínu en kynntar voru í dag hertar aðgerðir í sóttvörnum hér á landi sem taka eiga gildi í hádeignu á morgun. Þar verður tveggja metra reglan ger að skyldu á nýjan leik og bannað að halda samkomur með fleiri en 100 manns.

Þá sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, að farið verð fram á það við íþróttasambönd á Íslandi að fresta öllu móthaldi hjá fullorðnum einstaklingum, það er þeim sem eru fæddir 2004 eða fyrr til 10. ágúst næstkomandi.

Forsvarsmenn KSÍ funda þessa stundina um framhaldið á mótahaldi á vegnum sambandsins en eins og staðan er núna er stefnt að því að spila leiki kvöldsins. Sjö leikir eru á dagskrá í bikarkeppni karla í knattspyrnu, 2. deild karla og kvenna og 3. deild karla.

KSÍ mun seinna í dag senda frá sér tilkynningu um næstu skref í málinu þegar fundi þeirra er lokið og niðurstaða liggur fyrir um mótahald næstu daga.