Bresk yfir­völd hafa gefið for­svars­mönnum ensku úr­vals­deildarinnar grænt ljós á að hefja keppni að nýju í júní. Þetta er full­yrt á vef DailyMa­il en þar tekið fram að margt þurfi að ganga upp, að því er haft eftir Oli­ver Dowden, í­þrótta­mála­ráð­herra í ríkis­stjórn landsins.

Vitnað er í Dowden og hann sagður hafa átt já­kvæðan fund með for­svars­mönnum deildarinnar. Allir séu þó sam­mála um að tryggja þurfi heil­brigði og vel­ferð leik­manna, þjálfara og starfs­fólks fé­laganna.

Þá segir hann einnig að stefnt verði að því að að­dá­endur muni fá betri að­ganga að beinum sjón­varps­út­sendingum. Líkt og Frétta­blaðið greindi frá í dag kanna ensku fé­lögin nú hvort æfingar liðanna muni fara fram hér á landi, í ljósi þess hve lítið er um kóróna­veiru­smit hér á landi.

Sé miðað við endur­komu­á­ætlun for­svars­manna úr­vals­deildarinnar verður stefnt að því að hefja keppni að nýju þann 12. júní næst­komandi. Líkt og al­þjóð veit hafa engir leikir farið fram síðan þann 13. mars síðast­liðinn.