Forráðamenn Formúlu 1 eru að leggja lokahönd á nýtt tímabil sem mun hefjast með kappakstrinum í Austurríki fyrstu helgina í júlí.

Frönsk yfirvöld tilkynntu í dag að franski kappaksturinn myndi ekki fara fram í ár vegna samkomubanns af völdum kórónaveirunnar.

Fyrir vikið er stefnt að því að fyrsti kappaksturinn fari fram í Austurríki og að keppt verði í Bandaríkjunum og Asíu síðar á árinu áður en tímabilinu yrði lokað í Bahrain.

Fyrstu keppnir ársins færu fram fyrir luktum dyrum og er markmiðið að ná 15-18 keppnum á dagskrá fyrir árslok.