Enski boltinn

Stefna á fyrstu titilvörnina

Englandsmeistarar Manchester City þykja líklegir til afreka í vetur.

Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan sigur á Chelsea, 2-0, í leiknum um Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi. Fréttablaðið/Getty

Manchester City vann ensku úrvalsdeildina með miklum yfirburðum á síðasta tímabili og sló fjölmörg met í leiðinni. City fékk flest stig í sögu ensku úrvalsdeildarinnar (100), vann flesta leiki (32), flesta útileiki (16), flesta leiki í röð (18), var með besta markamismuninn (+79) og skoraði flest mörk (106). City fékk 19 stigum meira en Manchester United en aldrei hefur munað jafn mörgum stigum á Englandsmeisturum og liðinu í 2. sæti.

City hefur fimm sinnum orðið Englandsmeistari í sögu félagsins en aldrei náð að verja titilinn. Það verkefni bíður Peps Guardiola, hins metnaðarfulla spænska knattspyrnustjóra City. 

Þótt félagið hafi haft hægt um sig á félagaskiptamarkaðnum í sumar er ólíklegt að City gefi mikið eftir. Liðið virðist enn það sterkasta í ensku úrvalsdeildinni og það verður erfitt að velta City af stalli sínum.

Þótt frammistaða City í ensku úrvalsdeildinni í fyrra hafi verið nánast fullkomin olli liðið vonbrigðum þegar það féll úr leik fyrir Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðan Sheikh Mansour keypti City fyrir 10 árum hefur liðið aldrei komist lengra en í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Því þarf Guardiola að breyta í vetur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Gylfi hefur bætt sig næstmest allra

Enski boltinn

Eriksen og Dembele snúa aftur um helgina

Enski boltinn

Everton sýnir Origi áhuga

Auglýsing

Nýjast

Keflvíkingar niðurlægðu granna sína

Tindastóll og Njarðvík áfram með fullt hús

Öll íslensku liðin komin í úrslit

Fram ræður þjálfara

Frumraun LeBron með Lakers í nótt

Leikstjórnandi ÍR frá næstu vikurnar

Auglýsing