Enski boltinn

Stefna á fyrstu titilvörnina

Englandsmeistarar Manchester City þykja líklegir til afreka í vetur.

Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan sigur á Chelsea, 2-0, í leiknum um Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi. Fréttablaðið/Getty

Manchester City vann ensku úrvalsdeildina með miklum yfirburðum á síðasta tímabili og sló fjölmörg met í leiðinni. City fékk flest stig í sögu ensku úrvalsdeildarinnar (100), vann flesta leiki (32), flesta útileiki (16), flesta leiki í röð (18), var með besta markamismuninn (+79) og skoraði flest mörk (106). City fékk 19 stigum meira en Manchester United en aldrei hefur munað jafn mörgum stigum á Englandsmeisturum og liðinu í 2. sæti.

City hefur fimm sinnum orðið Englandsmeistari í sögu félagsins en aldrei náð að verja titilinn. Það verkefni bíður Peps Guardiola, hins metnaðarfulla spænska knattspyrnustjóra City. 

Þótt félagið hafi haft hægt um sig á félagaskiptamarkaðnum í sumar er ólíklegt að City gefi mikið eftir. Liðið virðist enn það sterkasta í ensku úrvalsdeildinni og það verður erfitt að velta City af stalli sínum.

Þótt frammistaða City í ensku úrvalsdeildinni í fyrra hafi verið nánast fullkomin olli liðið vonbrigðum þegar það féll úr leik fyrir Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðan Sheikh Mansour keypti City fyrir 10 árum hefur liðið aldrei komist lengra en í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Því þarf Guardiola að breyta í vetur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Frábær seinni hálfleikur Swansea

Enski boltinn

Úlfarnir í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í 16 ár

Enski boltinn

Newport tókst að stríða City í enska bikarnum

Auglýsing

Nýjast

Stjarnan sigursælust

Börsungar nánast öruggir með toppsætið

Sárt tap í bikarúrslitum

Jón Dagur sá rautt

„Vorum að vinna frábært lið í dag“

„Ætluðum okkur stærri hluti í dag“

Auglýsing