Ísland leiðir Liechtenstein 2-0 í hálfleik þar sem Stefán Teitur Þórðarson og Albert Guðmundsson eru búnir að koma Íslandi yfir í undankeppni HM 2022.

Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni en framundan eru tveir leikir gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu ytra.

Ísland gerði fjórar breytingar frá jafnteflinu gegn Armeníu fyrir helgi og tók það Stefán Teit Þórðarson aðeins nítján mínútur að skora sitt fyrsta mark fyrir Ísland í sínum fyrsta mótsleik.

Fram að því hafði Stefán leikið fjóra æfingarleiki án þess að koma boltanum í netið.

Stuttu síðar bætti Albert við marki af vítapunktinum. Það var um leið hans fyrsta mótsmark og fyrsta mark á Laugardalsvelli í 27. leik Alberts.