Stefáni Gísla­syni hefur verið sagt upp störf­um sem þjálfari karlaliðs Lommel í knattspyrnu en frá þessu er greint í tilkynningu á heimasíðu félagsins. Peter Maes hefur verið ráðinn í hans stað.

Stefán hætti störfum hjá Leikni Reykja­vík um mitt síðasta sumar en tók svo við stjórnartaumunum hjá Lommel sem leikur í belgísku B-deildinni skömmu síðar.

Illa hefur gengið í upphafi leiktíðar hjá lærisveinum Stefáns en liðið hefur haft betur í einum af fyrstu tíu deildarleikjum liðsins og situr í næstneðsta sæti deildarinnar.

Með Lommel leika með annars Kol­beinn Þórðar­son fór til Lomm­el frá Breiðabliki í kjölfar þess að Stefán tók við stjórn liðsins og belg­íski bakvörður­inn Jon­ath­an Hendrickx en hann lék áður með FH og Blikum.