Steinunn Björnsdóttir sem er ein fremsta handboltakona landsins þénaði rúmar 700 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð hefur verið fram.

Steinunn hefur um langt skeið vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu á parketinu með öflugu liði Fram og íslenska landsliðinu.

Róbert Aron Hostert sem var einn mikilvægasti leikmaðurinn í Íslandsmeistaraliði Vals þénaði rétt rúmar 700 þúsund krónur. Stefán Rafn Sigurmannsson í Haukum þénaði hins vegar tæpar 1,2 milljónir á mánuði.

Fyrrum landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sem leikur með ÍBV í Olís deildinni hafði hins vegar aðeins tæpar 450 þúsund krónur í tekjur.

Tekjur handboltafólks:

Stefán Rafn Sigurmansson handboltamaður í Haukum 1.107.192

Steinunn Björnsdóttir handboltamaður. í Fram 734.255 

Róbert Aron Hostert handboltam. í Val 703.281 

Rakel Dögg Bragadóttir handboltaþjálfari 702.499 

Óskar Bjarni Óskarsson handknattleiksþjálfari 675.213 

Kári Kristján Kristjánsson handboltam. í ÍBV 445.245 

Orri Freyr Þorkelsson handboltam. í Haukum 179.030