Fundur stendur nú yfir hjá Knatt­spyrnu­sam­bandi Ís­lands og voru allir fast­ráðnir starfs­menn sam­bandsins boðaðir klukkan 16.

Að sögn Klöru Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóra KSÍ verða starfs­menn upp­lýstir um niður­stöðu stjórnarinnar í meintum of­beldis­málum sem fundað hefur verið um stíft nú um helgina.

„Enda væri ekki verið að kalla fólk á milli bæjar­hluta fyrir ekki neitt,“ segir Klara.

Alls segir Klara að um 25 fastir starfs­menn Knatt­spyrnu­sam­bandsins hafi verið boðaðir á fundinn en að sögn hennar situr stjórn KSÍ enn inni í fundar­her­bergi eftir mara­þon­fund.