Fótbolti

Starfsmenn Fiat ósáttir með kaup Juve á Ronaldo

Starfsmenn ítalska bílaframleiðandans Fiat ætla í verkfall í næstu viku til að mótmæla aðkomu bílaframleiðandans að félagsskiptum Cristiano Ronaldo til Juventus á sama tíma og fyrirtækið segist ekki geta greitt starfsmönnum sínum hærri laun.

Starfsfólk Fiat er ósátt með að stjórnarformenn Exor ætli að reiða fram fúlgur fjár fyrir Cristiano Ronaldo en geti ekki lagt meiri pening í framleiðslu bílanna undir Fiat-samsteypunni. Fréttablaðið/Getty

Starfsmenn ítalska bílaframleiðandans Fiat ætla í verkfall í næstu viku til að mótmæla aðkomu bílaframleiðandans að félagsskiptum Cristiano Ronaldo til Juventus á sama tíma og fyrirtækið segist ekki geta greitt starfsmönnum sínum hærri laun.

Voru þeir þegar búnir að lýsa yfir óánægju sinni þegar Ronaldo var fyrst orðaður við Juventus en portúgalska stórstjarnan samdi við ítölsku meistarana í gær.

Greiðir Juventus um 100 milljónir evra fyrir Ronaldo og mun Exor sem á hluti í Juventus og Fiat greiða hluta upphæðarinnar.

Sama fyrirtæki hefur reynt að skera niður útgjöld við framleiðslu og neitað óskum starfsmanna um launahækkun.

Hafa starfsmennirnir fyrir vikið tekið ákvörðun um að fara í verkfall í tæpa þrjá sólarhringa til að koma í ljós óánægju sinni með félagsskipti Ronaldo til ítalska félagsins.

Framleiðir Fiat bíla á borð við Maserati, Fiat, Dodge, Chrysler, Jeep, Ram og Alfa Romeo.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ótrúlegur viðsnúningur í Luzern

Fótbolti

Kane skaut Englendingum áfram í úrslitin

Fótbolti

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Auglýsing

Nýjast

Tveir leikmenn Þórs/KA æfa með Leverkusen

Leikmaður í efstu deild féll á lyfjaprófi

Fyrrverandi leikmaður Boston fyllir skarð Martins

Gazza kærður fyrir kynferðislega áreitni

Aron skoraði eitt af mörkum umferðarinnar - myndband

LeBron með 51 stig gegn gamla liðinu

Auglýsing