Ríkjandi heimsmeistarar í knattspyrnu kvenna Bandaríkin tóku Taíland í kennslustund þegar liðin mættust í fyrstu umferð í F-riðli á heimsmeistaramótinu í Reims í Frakklandi í gær.

Þegar upp var staðið urðu lokatölur 13-0 Bandaríkjunum í vil en þetta er stærsti sigur liðs í sögu keppninnar.

Alex Morgan skoraði fimm marka bandaríska liðsins, Samantha Mewis og Rose Lavelle tvö mörk hvor og Lindsey Horan, Megan Rapinoe, Mallory Pugh og Carli Lloyd sitt markið hver.

Svíþjóð hafði svo betur 2-0 gegn Síle í hinum leik F-riðilsins í gær en þar þurfti að gera hlé á leiknum vegna úrhellisrigningar sem var í Rennes.

Kosovare Asllani kom Svíum yfir í þeim leik en markið kom eftir að leikurinn var flautaður á að nýju.

Madelen Janogy sem hafði nýverið komið inná sem varamaður í leiknum gulltryggði svo sænskan sigur með marki sínu undir lok leiksins.