Fyrrum landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var á mála hjá Lyon frá 2020-2022 en er nú hjá ítalska stórliðinu Juventus. Sara gagnrýnir viðbrögð Lyon við óléttu hennar harðlega. Félagið hætti til að borga henni full laun á meðan hún var ófrísk að syni sínum og fór hún í mál við það, sem hún vann.

Auk þess að hætta að greiða launin segir Sara frá því að viðhorf félagsins gagnvart henni eftir að hún sneri aftur eftir barnsburð hafi verið á þann veg að félagið teldi það neikvætt að hún væri orðin móðir.

Miðlar á borð við BBC, Sky, Guardian, Daily Mail, Japan Times og ESPN hafa allir tekið mál Söru fyrir. Svo mætti lengi áfram telja.

Fyrirsagnir fjölda miðla eru á þann veg að sigur Söru í málinu gegn Lyon, sem var gert að greiða henni öll útistandandi laun, sé fordæmandi í kvennaknattspyrnunni og að um viss kaflaskil séu að ræða í málefnum óléttra kvenna og mæðra í knattspyrnuheiminum.

Lyon ber fyrir sig frönsk lög sem ástæðu þess að laun Söru voru ekki greidd. FIFA setti hins vegar á laggirnar ný lög árið 2021. Samkvæmt þeim fá kvenkyns leikmenn rétt á fæðingarorlofi á meðan samningstímabili stendur þar sem greiðslur skulu vera 2/3 þeirrar greiðslu sem leikmannasamningurinn kveður á um.

Fæðingarorlofið er fjórtán vikna launað leyfi sem samningsbundinn kvenkyns leikmaður en átta af þessum fjórtán vikum þarf leikmaður að nýta eftir fæðingu barns.

FIFAPRO leikmannasamtökin studdust við þetta er þau unnu málið gegn Lyon fyrir hönd Söru Bjarkar.