Þegar WNBA-deildin í körfubolta, sterkasta körfuboltadeild heims í kvennaflokki hefst í kvöld verður ein af stjörnum deildarinnar fjarverandi.

Brittney Griner er enn í haldi lögreglu í Rússlandi eftir að ólöglegur rafrettuvökvi fannst í farangri Griner í tollskoðun.

Öll tólf lið NBA-deildarinnar verða með skilaboð á vellinum, Griner til stuðnings en hún er samningsbundin Phoenix Mercury.

Griner var handtekin við komuna til Moskvu í febrúar og sökuðu rússnesk yfirvöld bandarísku landsliðskonuna um að smygla ólöglegum lyfjum meðferðis sem gæti leitt til tíu ára fangelsisdóms.

Bandarískastjórnvöld hafa barist fyrir því að Griner verði leyst úr haldi á grundvelli þess að henni sé haldið án lagalegrar heimildar.

Hún varð í öðru sæti í kosningu um besta leikmann síðasta tímabils í WNBA-deildinni og hefur verið hluti af tveimur gullverðlaunaliðum Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum.