Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, samþykkti í gær að leyfa stærri leikmannahópa á Heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu sem hefst í nóvember í Katar.

Nú geta þjálfarar valið 26 leikmenn sem er fjölgun um þrjá leikmenn frá því sem áður var.

Um leið er fjölgað og verða fimmtán leikmenn á varamannabekknum hverju sinni.

Þá er búið að stækka hópinn sem má vera til taks ef það þarf að gera breytingar á síðustu stundu.

Áður áttu þjálfarar að tilnefna 23 manna lokahóp og tólf varamenn en nú eru það 29 leikmenn.