Hæstiréttur Ítalíu staðfesti í gær að Robinho, fyrrum leikmaður Real Madrid, Manchester City, AC Milan og brasilíska landsliðsins, væri dæmdur í níu ára fangelsi fyrir aðild að hópnauðgun inn á skemmtistað í Mílanóborg.

Robinho var á sínum tíma dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann var keyptur til Manchester City undir lok félagsskiptagluggans 2008.

Atvikið átti sér stað árið 2013 þegar Robinho lék með AC Milan. Dómstóllinn komst að niðurstöðu að hann og fimm aðrir einstaklingar hefðu nauðgað ungri konu inn á skemmtistað í borginni.

Robinho hefur tvisvar áfrýjað úrskurðinum en nú hafa tveir dómstólar staðfest úrskurðinn. Óvíst er hvort að hann verði framseldur til Ítalíu.

Robinho var settur í tímabundið leyfi hjá uppeldisfélagi sínu, Santos árið 2020 í ljósi óánægju stuðningsmanna Santos að félagið væri að semja við mann sem væri sakaður um nauðgun.