Vanda sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna ákalls um að hún myndi tjá sig um mjög óvænt endalok Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari liðsins.

Uppsagnarákvæði er í samningi Arnars sem er gilt frá 1 til 15 desember. Nú er ljóst að það ákvæði verður ekki notað og Arnar er því með samning til lok árs 2023.

Nú tekur við vinna við leit að nýjum aðstoðarþjálfara þar sem þjálfari liðsins, Arnar Þór Viðarsson, mun að sjálfsögðu ráða ferðinni. Vonandi gengur sú leit hratt og örugglega fyrir sig og við finnum réttan aðila í starfið við hlið Arnars til að leiða áframhaldandi uppbyggingu á þessu unga og spennandi landsliði," segir í yfirlýsingu Vöndu.

Gengi landsliðsins undir stjórn Arnars og Eiðs Smára var slakt, aðstæður voru hins vegar erfiðar fyrir þjálfarana sem voru á sínu fyrsta ári í starfi.