Forseti Bayern Munchen staðfesti í samtali við þýska fjölmiðla í dag að félagið væri að vinna í því að kaupa Leroy Sane frá Manchester City.

Sane naut ekki trausts Pep Guardiola undir lok tímabilsins og fóru að heyrast raddir um ósætti á milli Sane og Pep Guardiola.

Bayern er í leit að kantmanni til að taka stað Arjen Robben og Franck Ribery hjá félaginu sem eru að yfirgefa félagið eftir áratug í Bæjaralandi.

„Við erum að vinna í að ganga frá kaupunum,“ sagði Uli Hoeness, forseti Bayern Munchen þegar þýsku blöðin spurðu út í áhuga Bayern á Sane.