Daniel James skrifaði í dag undir fimm ára samning hjá Manchester United og varð með því fyrsti leikmaðurinn sem Ole Gunnar Solskjaer fær til félagsins.

Staðfest var á dögunum að Manchester United og Swansea hefði komist að samkomulagi um kaupverðið og hann stóðst læknisskoðun í dag.

Velski kantmaðurinn er fyrsti leikmaðurinn sem Solskjaer fær til félagsins eftir að hafa tekið við liðinu af Jose Mourinho í vetur.

Manchester United greiðir átján milljónir punda fyrir James sem hefur verið að stíga fyrstu skref sín með velska landsliðinu undanfarna mánuði.