Hætt hefur við kínverska kappaksturinn sem átti að fara fram á næsta keppnistímabili Formúlu 1. Þetta hefur Formúlu 1 staðfest í fréttatilkynningu.

Áður höfðu gert vart um sig sögusagnir að ekki væri öruggt að ein af keppnishelgum Formúlu 1 færu fram í Kína á næsta ári og voru þar strangar takmarkanir vegna Covid-19 nefndar til sögunnar.

Nú hefur þetta verið staðfest en þar með hefur myndast fjögurra vikna gat í Formúlu 1 tímabilinu milli keppnishelgarinnar í Ástralíu og Azerbaijan í apríl á næsta ári.