Bayern München sem er ríkjandi Þýskalandsmeistari í knatt­spyrnu karla hefur staðfest kaup sín á þýska landsliðsmanninum sókn­ar Leroy Sané. Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum félagsins.

Sané sem kemur til Bayern München frá Manchester City hef­ur verið sterkarlega orðaður við þýska liðið í töluverðan tíma og því koma þessi félagaskipti ekki eins og þruma úr heiðskíru loft.

Sóknarmaðurinn gerir fimm ára samning sem gildir til ársins 2025 en talið er að kaupverðið sé tæplega 60 milljónir punda. Sané hefur leikið fyrir Manchester City frá því árið 2016 og orðið tvisvar sinnum enskur meistari, einu sinni enskur bikarmeistari og unnið enska deildarbikarinn tvívegis á þeim tíma sem hann hefur leikið fyrir liðið.

Þá var Sané val­inn bestu ungi leikmaður ensku úrvalsdeild­ar­inn­ar, keppnistíma­bilið 2017 til 2018.