UFC samtökin staðfestu í dag bardaga Gunnars Nelson og Gilbert Burns í Kaupmannahöfn um næstu helgi eftir að Thiago Alves neyddist til að draga sig úr keppni.

Bardagi Gunnars og Burns verður, líkt og til stóð með bardag Gunnars og Alves, einn af aðalbardögum kvöldsins í fyrsta bardagakvöldinu sem fer fram í Danmörku.

Vika er síðan Alves tilkynnti að hann gæti ekki barist gegn Gunnari eftir að hafa fengið nýrnasteina og fóru UFC samtökin því á fullt að finna nýjan bardaga.

Burns fær ekki langan undirbúningstíma enda aðeins níu dagar í bardagann sjálfan.