For­múlu 1 lið Mercedes hefur á­huga á að gera Mick Schumacher, son sjö­falda heims­meistarans Michael Schumacher­s, að vara­öku­manni sínum. Frá þessu greinir Toto Wolff, liðs­stjóri Mercedes sem segir Schumacher ein­fald­lega passa vel inn í liðið.

Mick er án sætist í For­múlu 1 eftir að Haas á­kvað ekki að endur­nýja samning sinn við Þjóð­verjann. Hann á að baki tvö heil tíma­bil í For­múlu 1 en loku er fyrir það skotið að hann verði aðal­öku­maður í móta­röðinni á næsta tíma­bili.

Hins vegar hefur Mercedes, gamla lið föður hans, á­huga á að semja við Schumacher unga.

,,Mick hefur á­vallt verið ná­lægt okkar hjarta út áf Michael og Schumacher fjöl­skyldunni í heild sinni," greindi Toto eftir loka­keppni ný­af­staðins tíma­bils.

Mick sé gáfaður og fram­bæri­legur ungur maður sem hafur átt mikilli vel­gengni að fagna, sér í lagi í undir­móta­röðum For­múlu 1. Hann verð­skuldi sæti í móta­röðinni.

,,Við teljum okkur geta hugsað um hann, hann passar í okkar lið. Hann verð­skuldar sæti og við kíkjum á það hvort þetta sé ekki mögu­leiki fyrir okkur."

Það sé í raun undir Mick sjálfum og um­boðs­manni hans, Sabine Kehm, hver næstu skref verða.

Mick Schumacher var áður bundinn akademíu Ferrari og stóðu vonir liðsins til þess að hann gæti fetað í fót­spor föður síns hjá liðinu en Michael Schumacher er goð­sögn, bæði hjá Ferrari og í For­múlu 1.

Hins vegar á­kvað Ferrari að leiðir liðsins við Schumacher myndu skilja og sam­starfinu lauk fyrr á þessu ári.