Alþjóðalyfjaeftirlitið staðfesti í dag að hin fimmtán ára gamla Kamila Valieva hefði fallið á lyfjaprófi eftir að efnið Trimetazidine fannst í sýni sem var tekið hjá henni um jólin.

Sýnið var tekið þegar Valieva keppti á rússneska meistaramótinu á jóladag. Trimetazidine, sem er hjartalyf, er á bannlista lyfjaeftirlitsins.

Þrátt fyrir að sýnið væri rúmlega sex vikna gamalt var það tekið til skoðunar á ný af sænsku lyfjaeftirliti þann 8. febrúar næstkomandi og þá kom í ljós að það fannst trimetazidine í sýninu.

Valieva átti stóran þátt í því að lið Ólympíunefndar Rússlands vann til gullverðlauna í liðakeppni á listskautum en hún varð fyrsta konan í sögunni til að ná fjórföldu stökki (e. quad).

-

Hún er því komin í bann frá keppni en Valieva er búin að áfrýja niðurskurðinum í von um að fá að keppa í einstaklingskeppninni eftir helgi.