Stjórn félagsins ákvað í gær að reka Solskjær úr starfi eftir 4-1 tap gegn Watford á útivelli. Solskjær hefur verið stjóri United í tæp þrjú ár, hann byrjaði vel í starfi en í haust hefur hallað hressilega undan fæti.

Stjórn United skoðar nú næstu skref en Zinedine Zidane og Brendan Rodgers eru mest orðaðir við starfið.

Solskjær var stjóri United í þrjú ár en gengi liðsins undanfarnar vikur hefur verið slakt. Stjórn félagsins sá því engan annan kost í stöðunni.