Melsungen er án sigurs eftir þrjár umferðir og með eitt stig af sex mögulegum. Eftir jafntefli gegn Lemgo í fyrstu umferð hefur Melsungen tapað gegn Kiel og Füsche Berlin.

Á heimasíðu Melsungen er talað um að stjórn Melsungen hafi ákveðið að segja upp samningum í ljósi þess að spilamennska liðsins hafi valdið vonbrigðum.

Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við Melsungen en það eru þrír Íslendingar í herbúðum Melsungen, Alexander Petersson, Arnar Freyr Arnasson og Elvar Örn Jónsson.

Guðmundur tók við liðinu í byrjun árs 2020 og kom liðinu í áttunda sæti í fyrra.