Fregnir bárust af því í dönskum fjölmiðlum í september fyrr á þessu ári að danska handboltafélagið GOG hefði selt línumann sinn, Arnar Frey Arnarsson, til þýsks félags en vistaskiptin myndu eiga sér stað næsta sumar.

Í morgun staðfesti GOG þessi tíðindi og síðdegis í dag birtist svo frétt inni á heimasíðu Melsungen þar fram kemur að liðið hafi klófest Arnar Frey sem kæmi til liðsins eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur .

Arnar Frey gekk til liðs við GOG frá sænska liðinu Kristianstad fyrir þetta keppnistímabil og mun hann því staldra stutt við hjá danska liðinu.

Melsungen situr í sjötta sæti þýsku efstu deildarinnar eins og sakir standa en liðið hefur 15 stig eftir 11 umferðir. Melsungen er fjórum stigum á eftir Hannover-Burgdord sem trónir á toppi deildarinnar.

„Það dreymir alla handboltamenn um að spila einhvern tímann í þýsku efstu deildinni og þar er ég engin undantekning. Nú er það í höfn að ég fái draum minn uppfylltan hjá Melsungen á næsta tíma­bili,“ seg­ir Arn­ar Freyr í stuttu spjalli við heimasíðu Melsungen.