Ísland vann 21 stiga stórsigur á Dönum í kvöld og á nú góðan möguleika á að komast áfram á næsta stig undankeppninnar fyrir HM 2023 karla í körfubolta.

Íslenska liðið fær frí á morgun þegar Danir mæta Svartfjallalandi en öll liðin mætast tvisvar í riðlakeppninni og fara tvö efstu liðin áfram.

Íslenska liðið var með frumkvæðið framan af leiks en góð rispa undir lok fyrsta leikhluta gerði það að verkum að Danir leiddu með einu stigi.

Strákarnir okkar svöruðu um hæl með öflugri varnarleik og betri nýtingu fyrir aftan þriggja stiga línuna og leiddu í hálfleik með fjórum stigum.

Í þriðja leikhluta náðu Íslendingar góðu forskoti og gerðu endanlega út um leikinn í upphafi fjórða leikhluta þegar munurinn fór yfir tuttugu stig.

Eftir fjórtán stiga tap gegn Svartfjallalands á Íslandi í gær svöruðu leikmenn Íslands í kvöld og eru með örlögin í eigin höndum fyrir seinni umferðina.

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson fór á kostum í liði Íslands með þrjátíu stig, fimm stig og fimm fráköst en Hörður Axel Vilhjálmsson var með ellefu stig.