Rússneska kvennalandsliðið í körfubolta þarf að leika leiki sína í undankeppni HM 2022 í Púertó Ríkó eftir að bandarísk stjórnvöld neituðu að samþykkja að rússnesku leikmennirnir sem eru bólusettir með bóluefninu Spútnik fengu inngöngu í landið.

Alþjóðakörfuboltasambandið staðfesti þetta en Rússar, Bandaríkin, Púertó Ríkó og Belgía eru saman í riðli í undankeppninni.

Bandarísk stjórnvöld krefjast þess að allir einstaklingar sem ætli sér að koma til landsins séu bólusettir með bóluefni sem sé samþykkt af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.

Spútnik, bóluefni sem unnið af rússneskum heilbrigðisyfirvöldum, er ekki komið með alþjóðlega viðurkenningu og fá rússnesku landsliðskonurnar því ekki að koma inn til Bandaríkjanna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rússneskt íþróttafólk lendir í þessum vandræðum en rússneskt skíðafólk hefur þurft að draga sig úr keppnum vegna reglna bandarískra yfirvalda.