Leikmenn frá Tottenham skoruðu flest mörk allra á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sem lauk á sunnudaginn.
Tottenham-menn skoruðu 12 mörk á HM, einu marki meira en leikmenn frá Barcelona. Leikmenn Real Madrid skoruðu 10 mörk og níu mörk komu frá leikmönnum Paris Saint-Germain.
Harry Kane skoraði helming Tottenham-markanna á HM, eða sex talsins. Hann var markakóngur mótsins. Hann er annar Englendingurinn sem vinnur Gullskóinn á HM á eftir Gary Lineker 1986. Hann lék þá með Everton en gekk seinna til liðs við Tottenham.
Félagar Kanes í enska landsliðinu, Dele Alli og Kieran Trippier, skoruðu eitt mark hvor í Rússlandi. Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-min skoraði tvö mörk og Belginn Jan Vertonghen og Daninn Christian Eriksen eitt mark hvor.