Sjálfboðaliða á vegum Evrópumótsins voru duglegir að kæla niður íslenska stuðningsmenn á stuðningsmannasvæðinu í Rotherham í dag.

Eins og sést á myndinni hér fyrir ofan og fyrir neðan voru þeir óhræddir að koma sér inn í hóp íslenskra stuðningsmanna.

Hitabylgja gengur yfir England þessa dagana og voru Íslendingar duglegir að koma sér fyrir í skugganum í dag.

Þá voru skemmtikraftarnir duglegir að minna fólk á að gæta þess að drekka nóg af vatni og halda sig í skugganum.

Það var afar gott að fá kælingu frá starfsmönnunum
fréttablaðið/ernir