Moussa Marega, framherji Porto, gekk af velli eftir að hafa þurft að hlusta á stuðningsmenn Vitoria syngja kynþáttaníðssöngva um hann í gær.

Leikmenn beggja liða reyndu að ræða við Marega og koma í veg fyrir að hann færi af velli en Marega sem kemur frá Malí hlustaði ekki á það.

Marega skoraði sigurmark leiksins í seinni hálfleik og hljóp að stúku stuðningsmanna Vitoria og benti á hönd. Stuðningsmennirnir brugðust við með því að grýta Marega sem var spjaldaður fyrir athæfið.

Dómari leiksins gerði ekkert í því að stuðningsmenn Vitoria væru með fordóma í garð Marega og var framherjinn spjaldaður fyrir fagnaðarlæti sín eftir sigurmarkið.

Marega gagnrýndi bæði stuðningsmennina og dómara leiksins eftir leik þar sem hann fór hörðum orðum um stuðningsmenn Vitoria og sagðist hafa verið spjaldaður fyrir að tilkynna kynþáttafordóma.