Víðtæk spilling innan ganverska knattspyrnusambandsins komst upp á yfirborðið í heimildarmynd sem sýnd var þar í lanidi í kvöld. Ríkisstjórn landsins var snögg að bregðast við og vísaði stjórninni frá störfum. 

Sýnt var í myndinni myndskeið sem tekið var með falinni myndavél þar sem forseti ganverska knattspyrnusambandsins, Kwesi Nyantakyi, tekur við mútugreiðslum. 

Þar sést einnig hvernig háttsetttir aðilar innan sambandsins eru falboðnir fyrir mútum til þess að koma leikmönnum að í landsliði Gana. 

Það er spurning hvort að einhverjir leikmenn ganverska liðsins sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld hafi komist í liðið með því að bera mútur á stjórnarmenn sambandsins. 

Það er stefna alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, að ríkisstjórnir eigi ekki að hafa áhrif á gang mála hjá knattspyrnuhreyfingum aðildarþjóða sinn. 

Fordæmi eru fyrir því að FIFA refsi aðildarþjóðum sínum fyrir pólítisk afskipti sem sem frá Pakistan og Súdan, en fróðlegt verður að sjá hvort að brugðist verði við þessu útspili ganvörsku ríkisstjórnarinnar.