Íslenski boltinn

„Spilamennskan í vetur vekur bjartsýni“

Helgi Sigurðsson, þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, er vitanlega ekki sammála spá Fréttablaðsins fyrir Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar. Fréttablaðið spáir því að liðið muni hafna í 11. sæti deildarinnar og þar af leiðandi falla.

Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, er bjartsýnn fyrir gengi Fylkis í sumar. Fréttablaðið/Andri Marínó

Fylkir, sem verður nýliði í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar, mun staldra stutt við í efstu deild ef eitthvað er að marka spá Fréttablaðsins fyrir deildina. Fréttablaðið telur að liðið muni hafna í 11. sæti deildarinnar og falla um deild.

„Mér finnst nú spilamennska okkar og frammistaða í leikjum á undirbúningstímabilinu ætti að fleyta okkur hærra í þessari spá. Við höfum til að mynda lagt Val, FH og KR, sem verður líklega á flestum stöðum spáð góðu gengi í sumar, að velli í vetur. Þá höfum við ekki tapað mörgum leikjum og við erum allavega bjartsýnir,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, þegar hann var spurður álits á spá Fréttablaðsins.

Fylkir tryggði sér sér sæti í efstu deild með því að vinna 1. deildinna á síðustu leiktíð og síðan þá hafa leikmennn á borð við Helga Val Daníelsson, Ragnar Braga Sveinsson og Jonathan Glenn bæst í leikmannahóp liðsins. Helgi telur að þessir leikmenn muni bæta liðið svo um munar.

„Helgi Valur kemur náttúrulega með gríðarlega mikla reynslu og hann er í fínu formi. Hann æfði með okkur á Spáni og lítur bara vel út. Ragnar Bragi er öflugur leikmaður sem getur okkur aukna vídd í sóknarleikinn. Þá hefur Jonathan Glenn sýnt fram á að hann hefur alla burði til þess að skora mikið í efstu deild á Íslandi,“ sagði Helgi um leikmannahóp Fylkis.

Fylkir fer í Fossvoginn og mætir Víkingi á Víkingsvellinum í fyrstu umferð deildarinnar laugardaginn 28. apríl klukkan 18.00. Helgi segir að allir leikmenn Fylkis séu kláriri í slaginn í þeim leik, engin meiðsli séu til staða og leikmenn í góðu líkamlegu formi.

„Það eru engin meiðsli að plaga okkur og allar mælingar benda til þess að liðið sé í góðu líkamlegu formi. Nú snýst þetta aðallega um að stilla spennnustigið rétt og huga að andlega þættinum. Deildin verður mjög jöfn að þessu sinni að mínu mati. Við getum unnið alla og á sama getum við tapað fyrir öllum. Við förum í þennan leik til þess að vinna hann eins og alla aðra leik, en gerum okkur grein fyrir því að það verður erfitt,“ sagði Helgi um ástandið og stemminguna innan Fylkis.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Æfingar hafnar á La Manga

Íslenski boltinn

Felix Örn aftur til Vestmannaeyja

Íslenski boltinn

Birkir Már jafnar leikjafjölda Eiðs Smára í dag

Auglýsing

Nýjast

Sigur gæti fleytt Patreki í milliriðil

Higuain færist nær Chelsea

Gott gengi gegn Makedóníu

Tímamótaleikur hjá Arnóri Þór gegn Makedóníu

Spurs selur Dembélé til Kína

Harden með 115 stig í síðustu tveimur leikjum

Auglýsing