Neco Willi­ams var í byrjunar­liði Wa­les í fyrsta leik liðsins á loka­móti HM síðan 1958 þegar að liðið mætti Banda­ríkjunum í gær­kvöldi. Kvöldi fyrir leik fékk Willi­ams, að eigin sögn, verstu fréttir lífs síns en þá var honum til­kynnt að afi hans hefði látið lífið.

Mikil­vægi stundarinnar og til­finningarnar í spilinu fyrir Willi­ams voru auð­sjáan­lega miklar þegar að flautað var til leiks­loka í gær en Wa­les og Banda­ríkin gerðu 1-1 jafn­tefli.

Willi­ams féll niður á hné grátandi og benti með fingrum beggja handa upp til himins af virðingu við afa sinn sem hafði fylgt honum eftir frá því að hann hóf sinn knatt­spyrnu­feril.

,,Í gær fékk ég verstu fréttir lífs míns," skrifaði Willi­ams í færslu á Insta­gram eftir leik gær­kvöldsins. ,,Móðir mín greindi mér frá því að afi hefði látist."

Hann hafi grátið nánast stans­laust á leik­dag. ,,Það að fara frá því yfir í að byrja leik á heims­meistara­mótinu í knatt­spyrnu var ó­trú­lega erfitt en ég komst í gegnum þetta með stuðningi liðsins og fjöl­skyldu."