Sport

„Spennustigið magnast með hverjum degi“

Alfreð Finnbogason er vongóður um að byrja gegn Argentínu í Moskvu. Hann segist eiga erfitt með að stjórna spennustiginu en aðstæðurnar í Rússlandi séu til fyrirmyndar.

Alfreð í upphitun með Aroni Einari í Kabardinka á dögunum. Fréttablaðið/Eyþór

Hingað til hefur allt verið upp á tíu, ég vissi ekki við hverju maður átti að búast áður en við komum en þetta hefur allt staðist væntingar,“ sagði Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins, er Fréttablaðið hitti á hann á æfingarsvæði liðsins í Kabardinka.

„Völlurinn er hrikalega góður sem er það mikilvægasta fyrirfótboltamenn, svo tökum við Norðurlandabúar alltaf vel í að fá sól.“

Aðspurður segist hann enn vera að átta sig á því að vera kominn á stærsta svið knattspyrnunnar, sjálft Heimsmeistaramótið í fótbolta.

„Maður er að berjast við það að verða yfirspenntur en það er óhjákvæmilegt að spennan stigmagnast með hverjum degi sem líður. Maður reynir að halda sér á jörðinni.“

Fyrsti leikur er gegn Argentínu, silfurliðinu frá HM í Brasilíu.

„Við förum inn í hvern leik með ákveðið skipulag í huga. Í þeirra leikstíl eru ákveðnir hlutir sem við getum vonandi nýtt okkur, öll lið hafa veikleika en það þarf að þora að taka sénsa til að nýta sér þá,“ sagði Alfreð sem sagði sóknarlínuna ekki beint veikleika.

„Hún er ótrúleg, miðjan er mjög góð og vörnin líka. Þetta er heimsklassalið en við getum vonandi nýtt okkur þeirra veikleika,“ sagði Alfreð og bætti við:

„Við erum lið sem er mjög auðvelt að skoða en mjög erfitt að spila við, það kemur ekkert mikið á óvart á milli leikja. Það vissu allir að við erum sterkir í föstum leikatriðum en samt skorum við bæði gegn Englandi og í síðasta æfingarleiknum okkar gegn Gana upp úr föstum leikatriðum,“ sagði Alfreð og hélt áfram:

„Það er auðvelt að segja að Messi fari alltaf í ákveðna átt en þegar á hólminn er komið er ansi erfitt að stoppa hann.“

Alfreð segist vera reiðubúinn að byrja í Moskvu ef kallið kemur.

„Ég undirbý mig alltaf undir það að ég byrji leiki, ég hef alltaf gert það og hugsa ekkert um annað. Það hefur gengið vel í undirbúningnum en það er undir þjálfarateyminu komið,“ sagði Alfreð sem tók æfingaleikjunum á Íslandi fagnandi.

„Það var virkilega gott fyrir mig að fá leiktíma í lappirnar. Áætlunin sem ég setti upp eftir tímabilið hefur gengið upp til þessa og mér líður virkilega vel.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Í beinni

Í beinni: Ísland - Japan, 13-12

Handbolti

Karabatic kallaður inn í franska hópinn

Enski boltinn

Leikmaður Man. Utd. gerðist vegan

Auglýsing

Nýjast

Sonur Schumacher í akademíu Ferrari

Ísland unnið tvisvar og Japan einu sinni

Austin eignast atvinnumannalið

Aurier handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Sigur gæti búið til úrslitaleik um sæti í milliriðli

Enn lengist biðin eftir sigri hjá karlalandsliðinu

Auglýsing